Fyrirspurn
Lögð er fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 11. desember 2020.
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að farið verði í tilraunaverkefni um útlán á 25 rafhjólum á tímabilinu janúar - maí 2021 til að hvetja til vetrarhjólreiða og afla gagna um notkun, áskoranir og úrlausnarefni. Því starfsfólki Skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem að jafnaði ferðast á bíl til/frá vinnu verði boðið að sækja um að fá að láni rafhjól á nagladekkjum til eigin notkunar í rúmlega 5 vikur hver gegn því að skrá ferðir sínar á lánstímabilinu og svara spurningakönnunum.