Hlaupahjólastandar við grunnskóla í Reykjavík, tillaga, USK2020120037
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 91
16. desember, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð er fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 11. desember 2020.   Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að grunnskólum borgarinnar verði, í samstarfi USK við skóla- og frístundasvið, boðið að setja upp sérstaka standa fyrir hlaupahjól nemenda og starfsfólks. Kostnaður skólanna við kaup á stöndum fyrir hlaupahjól og uppsetningu þeirra verði greiddur af fjármunum hjólreiðaáætlunar líkt og verið hefur við fjölgun hjólastæða við skóla. Gert verði átak í uppsetningu hlaupahjólastanda við grunnskóla vorið 2021. 
Svar

Samþykkt.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins telur afar mikilvægt að koma upp stöndum fyrir hlaupahjól og hjól af öllu tagi. Hjólastanda vanta víða t.d. fyrir utan leiksvæði barna og verslunarkjarna. Sjá má hjól stundum skilin eftir á óheppilegum stöðum sem skapar slysahættu. Hjólum sem lögð eru á gangstétt eru slysagildra eða hindrun fyrir fatlaðan einstakling t.d. þann sem er í hjólastól eða er sjónskertur/blindur.   Það vantar skýrar umgengnisreglur um hvernig megi og eigi að skilja við hjólin og þá þarf vissulega að vera aðstæður (hjólastandar) til að leggja hjólunum.  Gríðarleg fjölgun hefur orðið á notkun hlaupahjóla sem og rafskútna og rafhlaupahjóla á stuttum tíma. Enn skortir mikið á að innviðir í borgarlandinu geti tekið við þessari miklu fjölgun.