Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að innleiða bifreiðastæðaklukkur í merkt stæði í kringum deildir Landspítala frekar en gjaldmæla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 93
27. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að Reykjavíkurborg ræði við Landspítala að notast við bifreiðaklukkur í merkt stæði í kringum deildir Landspítala frekar en gjaldmæla. Bifreiðaklukkur eða framrúðuskífa eru víða notaðar í öðrum sveitarfélögum. Bifreiðaklukka gæti einnig komið að gagni í miðbænum og í kringum háskóla. Framrúðuskífa hentar sérlega vel fyrir borgir af þessari stærðargráðu. Misjafnt yrði eftir stæðum hversu lengi má leggja. Leyfilegur tími verður tilgreindur á skiltum. Sé bifreið lagt lengur en heimilt er, er lagt á stöðugjald. Bifreiðaklukkur henta sér vel þar sem fólk þarf að skjótast inn í 1-2 tíma. Easy park appið hefur reynst mörgum þyrnir í augum. Greitt er bæði til Bílastæðasjóðs og EasyPark, en EasyPark leggur á aukaþóknun fyrir hverja notkun. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta vond tíðindi og veltir fyrir sér hvort bílaeigendur sem leggja bíl sínum séu meðvitaðir um að þeir eru að greiða gjöld til beggja aðila? Flokkur fólksins mælir með bifreiðastæðaklukkum á sem flestum stöðum þar sem það er hægt.
Svar

Tillagan er felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Spítalinn hefur sjálfur óskað eftir gjaldtöku á svæðinu. Við teljum ekki að klukkur séu betri lausn. Tillagan er felld.
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins þykir leitt að tillaga um bifreiðastæðaklukkur við Landspítala skuli felld. Fulltrúi Flokks fólksins hafði samband við Landspítala vegna þessa máls og ræddi þann kost sem felst í að nota bifreiðaklukku t.d. fyrir þá sem finnst stöðumælar og bílastæðaöpp flókin. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsvöld að eiga slíkt samtal við þá sem annast þessi mál á Landspítala. Það samtal gæti leitt til góðra hluta fyrir fjölmarga í borginni sem þurfa að leita þjónustu á Landspítala. Það er ótækt að eldri borgarar treysti sér sumir hverjir ekki til að aka sjálfir á Landspítala af kvíða við að glíma við stöðumæla eða bílastæðaöpp. Þetta vita ráðamenn á Landspítala. Góð borgarstjórn á að huga að öllum borgarbúum og reyna að mæta þörfum þeirra. Önnur leið er fær, leið sem fulltrúi Flokks fólksins hefur oft nefnt áður og komið með tillögur um. Það er notkun bifreiðastæðaklukku í merkt stæði í kringum deildir Landspítala frekar en gjaldmæla. Bifreiðaklukkur eða framrúðuskífa eru víða notaðar í öðrum sveitarfélögum. Bifreiðaklukka gæti einnig komið að gagni í miðbænum og í kringum háskóla eins og Flokkur fólksins hefur áður nefnt. Framrúðuskífa hentar vel fyrir borgir af þessari stærðargráðu. Bifreiðaklukkur henta einnig vel þar sem fólk þarf að skjótast inn í 1-2 tíma.