Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 4. febrúar 2021.
Bókanir og gagnbókanir
Miðflokkur
Hér er um hreina og klára verðhækkun að ræða við gjaldtöku þegar bílastæði Reykjavíkur eru notuð. Er nú nóg samt. Það er með ólíkindum að Reykjavíkurborg sem stjórnvald skuli útvista gæðum sínum til einkaaðila með það eitt að leiðarljósi að hækka gjöld á notendur. Verið er að búa til „millistykki“ á milli bílastæðasjóðs og notenda bílastæðanna. Til hvers í ósköpunum? Hér er um fundið fé fyrir þann aðila sem fékk dílinn. Mánaðaráskrift kostar 529 kr. á mánuði og stakt gjald er 95 kr. Málefni bílastæðissjóðs er rannsóknarefni og skemmst er að minnast þess að Landsspítalinn hefur nýlega fengið að taka upp gjaldtöku bílastæða á kostnað bílastæðissjóðs og hirðir ágóðann af bílastæðunum í eigin þágu. Sífellt er verið að seilast lengra og lengra í vasa notenda bílastæða hjá Reykjavíkurborg. Líklega á slíkt að hafa fælingarmátt á þá sem kjósa að nota fjölskyldubílinn eins og stefna meirihlutans er. Ágætt að allir átti sig á því.