Fulltrúi Flokks fólksins spyr um hver er staðan á þeim framkvæmdum sem lofað var í framhaldi af lokun Korpuskóla sem áttu að auka öryggi gangandi vegfaranda og nemenda sem þurfa að sækja skóla utan hverfisins? Gangbrautir eru enn óupplýstar og umferðarhraði er enn of mikill. Eins vill fulltrúi Flokks fólksins spyrja um hvort það sé ekki óheimilt að nota húsnæði í annað en því var ætlað nema til komi breyting á aðalskipulagi? Ef húsnæði er skipulagt sem skólahúsnæði að þá sé óheimilt að vera með aðra starfsemi í húsinu en skólastarf? Af sama skapi ef húsnæði er skipulagt sem verslunarhúsnæði þá má ekki nota það sem íbúðir nema til komi breyting á skipulagi. Óskað er staðfestingar á þetta sé rétt skilið hjá fulltrúanum.