Víða er pottur brotinn í salernismálum í Reykjavík fyrir almenning. Eftir að Mathöll á Hlemmi opnaði þá hefur aðgengismálum farið mjög hrakandi. Húsið lokar nú kl. 22:00 eða 23:00 - fer eftir dögum. Eftir þann tíma er strætónotendum úthýst um notkun salerna við þessa megin stoppistöð Strætó. Tryggja verður að notendur Strætó hafi aðgang að snyrtilegum salernum á vegum borgarinnar. 1. Hver er stefna borgarinnar í almennings salernismálum í borgarlandinu? 2. Hvernig er það tryggt að notendur Strætó komist á salerni á Hlemmi eftir lokun? 3. Stendur til að koma fyrir útisalernum á Hlemmi? 4. Hvað er Reykjavíkurborg/rekstraraðilar með mörg almenningssalerni og hvar eru þau?
Svar
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.