Katrín Karlsdóttir og Hörður Harðarson frá Veitum taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
Miðflokkur
Allir vita hvernig fór um sjóferð þessa. Háskóli Íslands flaut upp og tjónið er gríðarlegt. Verkið tafðist fram úr hófi með tilheyrandi ónæði fyrir vegfarendur. Verkið hófst í júní 2019 og áætluð verklok voru að vori 2020. Enn er verkinu ekki lokið og glittir í vorið 2021 og verkinu ekki nærri lokið. Áætlaður kostnaður Veitna ohf. var 180 milljónir en nú er ljóst að sá kostnaður verður a.m.k. tvöfaldur. Endanlegur kostnaður verður líklega í verklok tæpur hálfur milljarður með kostnaði Reykjavíkur sem snýr að hlut borgarinnar í verkinu. Í Reykjavík er alltaf verið að finna upp hjólið og látið líta út fyrir að hvert verk er „einstakt“ vegna margra óvissuþátta. Verktökunum er falið það vald að bæta við aukaverkum að vild sem hleypir kostnaði sífellt upp. Ljóst er að verkáætlanir og kostnaðaráætlanir borgarinnar - í þessu tilfelli Veitna ohf. eru stórkostlega vanmetnar. Því er spurt – hví hleðst ekki upp verkkunnátta hjá Reykjavíkurborg og dótturfélögum svo framkvæmdakostnaður hlaupi ekki sífellt upp úr öllu valdi gjörsamlega stjórnlaust?