Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um skýrsluna "Borgarlína - frumdrög að fyrstu skýrslu", umsögn -USK2021020024
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar Vegagerðarinnar, dags. 15. mars 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Gefin var út skýrsla sem ber heitið „Borgarlínan – frumdrög að fyrstu lotu.“ Nú hefur komið í ljós að skýrslan kostaði tæpar 136 milljónir og er sá kostnaður ekki tæmandi því kostnaðurinn er miðaður við síðustu áramót en ekki við útgáfu skýrslunnar. Betri samgöngur ohf. fengu ekki að koma að gerð þessarar „frumdragaskýrslu“. Þetta verkefni sem kallað er borgarlína er og verður óseðjandi á opinbert fjármagn eins og Nýr Landsspítali ohf. Ein skýrsla upp á 136 milljónir í verkefni sem er hugarórar!!! Hér er krókurinn aldeilis mataður. Eftirfarandi aðilar fengu greitt fyrir skýrsluna og upphæðir eru rúnnaðar í heila tölu: 1. VSÓ rúmar 35 milljónir, 2. Hnit rúmar 20 milljónir, 3. Verkís og Kolofon 19 milljónir, 4. Reykjavíkurborg 14 milljónir, 5. Vegagerðin 10 milljónir, 6. Kópavogsbær 7 milljónir, 7. Athygli og Trípólí arkitektar 3 milljónir, 8. Snorri Eldjárn 2 milljónir, 9. Mannvit 1,5 milljón, 10. Liska 1,3 milljónir, 11. Tvist 900 þúsund, 12. Efla 600 þúsund. Mjög mikla athygli vekur að opinberir aðilar eru að fá greitt fyrir skýrsluna, Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær. Þessar greiðslur geta ekki verið launagreiðslur því þessir aðilar „lánuðu“ starfsmenn í verkefnið. Hér er því verið að flytja fjármagn úr einum vasa í annan – alveg óútskýrt.