Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,um aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi, umsögn - USK2021020111
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 94
3. febrúar, 2021
Frestað
‹ 22. fundarliður
23. fundarliður
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að aðkoma að iðnaðarhverfi sem staðsett er á Flötunum í Grafarvogi verði bætt. Núna er aðeins hægt að koma inn í hverfið á einum stað. Mikilvægt er að aðkoma að hverfinu sé frá tveim stöðum, því er lagt til að gerð verði aðkoma að hverfinu sem tengist Hallsvegi. Einnig er það lagt til að núverandi aðkoma sem er að hverfinu við Strandveg/Rimaflöt verði lagfærð. Þar eru núna umferðarljós og börn mikið að fara yfir þessar götur til þess að komast í Gufunesbæ. Mikil hætta hefur oft skapast við þessi gatnamót og því mikilvægt að gera á þeim úrbætur áður en slys verða þar.
Svar

Frestað.