Battavöllur á Landakotstúni, umsögn - USK2021010098
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 115
29. september, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. mars 2021 um erindi Íbúaráðs Vesturbæjar til skipulags- og samgönguráðs þar sem hvatt var til þess að hannaður yrði boltavöllur (battavöllur) á Landakotstúni. Einnig er lagt fram framangreint bréf formanns íbúaráðs Vesturbæjar til skipulags- og samgönguráðs, dags. 15. janúar 2021, ásamt bréfi skólastjóra Landakotsskóla til borgarstjóra, dags. 16. desember 2017.
Svar

Frestað.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Til stendur að byggja battavöll á Landarkotstúni og var það góð hugmynd. Nú er ekki aðeins um að ræða battavöll heldur ALMENNINGSSKRÚÐGARÐ. Fulltrúi Flokks fólksins er hugsi yfir hvað hugmyndin um byggingu battavallar hefur blásist út með tilheyrandi kostnaði. Fulltrúi Flokks fólksins vill allt gera fyrir börnin en kannski fyrst að þau hafi fæði, klæði og húsnæði og fái nauðsynlega þjónustu. Á meðan langt er í land með að mæta grunnþörfum þúsunda barna og fjölskyldna þeirra hefði kannski góður battavöllur dugað í þessu tilfelli. Nú hefur bæst við allt mögulegt annað, alls kyns skraut sem kostar sitt þegar allt er talið. Heildarkostnaður er 88 milljónir. Á biðlista eftir m.a. sálfræðiþjónustu og talmeinafræðingum bíða nú 1474 börn. Skraut er ekki það sem börn sækja sérstaklega í þegar þau velja sér stað til að leika sér á. Horfa má á torgið, nýgerða í Mjódd, með fínum túlípanasætum. Þar situr aldrei neitt en vissulega gleðja litir og skraut augað.