Battavöllur á Landakotstúni, umsögn - USK2021010098
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 95
10. febrúar, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lagt fram bréf formanns íbúaráðs Vesturbæjar til skipulags- og samgönguráðs, dags. 15. janúar 2021, vegna battavallar á Landakotstúni ásamt bréfi skólastjóra Landakotsskóla til borgarstjóra, dags. 16. desember 2017.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, deildar opinna svæða.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Þetta virðist vera góður kostur og bæta umhverfið fyrir börn og unglinga þ.e. ef þetta er í sátt við nærliggjandi íbúa. Svona völlur er sannarlega mikilvægur og börnum til gleði en hann má ekki vera þar sem hann veldur öðrum ólíðandi ama og truflar heimilislíf eins og lýst var af íbúum í Skaptahlíðinni.  Fulltrúi Flokks fólksins fagnar ef komin er góð lausn í þetta mál.