Fyrirspurn
Flokkur fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagssvið fari með markvissum hætti yfir verkferla sem lúta af því hvenær erindum er svarað og þá hvernig og hvað líður langur tími frá því erindi berst og þar til viðkomandi fær svar/viðbrögð. Á RÚV vikunni var rætt við konu sem átti erindi við skipulagsyfirvöld vegna leigu á gömlum skúr sem borgin átti. Konan lýsti því að hún náði aldrei sambandi við skipulagsyfirvöld þrátt fyrir að hafa marg reynt ýmist með skeytum eða símhringingum. Nú hefur fulltrúi Flokks fólksins áður nefnt þetta við skipulagsráð (USK) og sviðið að það sé því miður of algengt að fólk kvarti yfir að erindi þeirra séu hunsuð. Það er alveg ljóst að bæta þarf viðbrögð við erindum fólks, svörun í síma, svörun skeyta og stytting biðtíma eftir viðtali ef það er það sem óskað er eftir. Fulltrúi Flokks fólksins vill auk þess hvetja skipulags- og samgöngusvið allt að skoða aftur í tímann hvaða erindi hafa með öllu verið hunsuð, hafa samband við aðila, leysa málið ef þess er enn kostur og biðja fólk afsökunar.