Endurskoðaðar reglur um bílastæðagjald byggingaraðila í Reykjavík,tillaga - USK2021020094
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 96
24. febrúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. febrúar 2021, um endurskoðaðar reglur um bílastæðagjald byggingaraðila í Reykjavík. Einnig eru lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um bílastæðagjald byggingaraðila í Reykjavík og minnisblað Eflu, dags. 19. júní 2018,  um bílastæðagjöld erlendis.
Svar

Samþykkt.Vísað til borgarráðs.

Gestir
Björgvin Rafn Sigurðarson lögfræðingur og Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Með endurskoðuðum reglum um bílastæðagjald byggingaraðila er fallið frá almennri innheimtu bílastæðagjalds. Ekki eru lengur kvaðir um lágmarksbílastæðafjölda heldur hámark. Breytingarnar munu koma til með að lækka byggingarkostnað og hvetja til vistvænna ferðamáta.
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins finnst í fyrsta lagi undarlegt að það hafi þurft að útvista því  verkefni að kanna hvað sambærilega  er gert er í bílastæðamálum í nokkrum erlendum borgum . Um er að ræða að lesa  opinberar upplýsingar sem ekki þarf  sérfræðiþekkingu til að gera. Embættismannakerfi borgarinnar ætti að ráða við það. En í Reykjavík þarf að gera ráð fyrir bílastæðum fyrir alla sem vilja og þurfa og það er vissulega kostur að gefa þeim sem eru að byggja, á þegar fullbyggðum svæðum, kost á að greiða fyrir bílastæði í stað þess að gera þau sjálf. Fulltrúi Flokks fólksins styður aukinn sveigjanleika í þessum efnum að þeir eigendur bíla sem óska að leggja í bílastæðahúsum frekar en við heimili sín, sem dæmi í miðbænum þar sem búið er að byggja  þröngt, verði gert það auðveldara og aðgengilegra. Nóg pláss er í bílahúsum og mörg vannýtt á ákveðnum tímum.  Ástæður eru ýmsar fyrir því, erfitt aðgengi og óþarflega há gjaldtaka.