Íbúi í Úlfarsárdal hefur reynt að fá spurningum svarað af byggingafulltrúa og skipulagssviði Reykjavíkurborgar en ekki tekist. Fulltrúi Flokks fólksins hefur tekið að sér að leggja eftirfarandi spurningar fram í skipulags- og samgönguráði til að freista þess að fá svör. Spurt er: 1. Hvenær stendur til að hefja eftirfylgni á þeim 35 - 40 sérbýlis lóðum sem ekki er hafin bygging á, að 15 árum liðnum frá því að byggingarframkvæmdir hófust í Úlfarsárdal? 2. Hvað fá lóðarhafar 45 sérbýlislóða við Leirtjörn langan frest til að hefja byggingaframkvæmdir ? 3. Samkvæmt umferðarlögum eiga allar gangbrautir að vera merktar. Hvenær verður lokið við að merkja allar gangbrautir í hverfinu, (sebra) með lýsingu og gangbrautarmerkjum? 4. Hvenær verður lokið við að lýsa upp alla gangstíga við gangbrautir að Dalskóla? 5. Hvenær verður lokið við að gera gangstíga að leikskóla og Dalskóla manngenga? 6. Hvenær verða ruslagámar fjarlægðir af göngustígum? 7. Hvenær verður lokið við að hreinsa rusl utan lóða sem eru í byggingu og fylla í moldarflag eftir háspennustrengslögn Landsnets sem veldur moldroki? 8. Hvenær munu lóðarhafar við Leirtjörn geta hafið byggingu húsa sinna en lóðir hafa verið tilbúnar í 2 ár? 9. Hvenær lýkur byggingu par- og raðhúsa við Leirtjörn ? 10. Er komið á áætlun hvenær lokið verði við að gera varnarvegg og brekku ofan Dalskóla neðan Úlfarsbrautar?