Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 9. apríl 2021.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Spurt var um hvenær er áætlað að sérstakt merki sem tilgreinir að P merktum bílum er heimilt að aka göngugötur verði tilbúið og það komið upp við göngugötur í Reykjavík? Í svari er afstaða borgarinnar birt sem er að lágmarka beri umferðarmerkingar og að ekki sé nauðsynlegt að setja upp umferðarmerki um lögákveðna undanþágu frá akstursbanni. Ástæða fyrir að fulltrúi Flokks fólksins sendi inn þessa fyrirspurn er að fólk sem fer um göngugötur borgarinnar í fullum rétti hefur orðið fyrir aðkasti. Slíkt þarf að fyrirbyggja að gerist og er ein áhrifamesta leiðin í þeim efnum að hafa skýrar merkingar til að geta bent á þær á þeim stundum sem aðkast á sér stað. Fram kemur í svari að á Alþingi sé nú með til meðferðar frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um breytingu á umferðarlögum. Umhverfis og skipulagssvið hefur sett á laggirnar starfshóp sem vinnur að gerð draga að samþykkt fyrir göngugötur sem leggja á fyrir Alþingi. Ljóst er að allt á að gera til að spyrna fótum við að P merktir bílar megi aka göngugötur í samræmi við nýsett lög. Skortur er á skilningi borgaryfirvalda á þörfum hreyfihamlaðra alla vega í þessu máli að mati fulltrúa Flokks fólksins.