Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna landfyllinga í Álfsnesi, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess ekki að fyrirhuguð landfylling í Álfsnesi hafi verið til umræðu á fyrri stigum og er að spyrja um þetta þess vegna. Upplýsingar um landfyllingu þarna voru í  fréttum þann 1. mars og fram kom að til viðbótar lóð þeirri sem fyrirtækið Björgun hefur fengið úthlutað megi fyrirtækið bæta við stóru landfylltu svæði. Í svari við fyrirspurn segir hins vegar “að allar upplýsingar um umrædda landfyllingu lágu fyrir í umfjöllun um málið í skipulags- og samgönguráði.”  Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort þetta hafi verið í smá letrinu? En hvað sem öðru líður liggur enn í loftinu sú spurning hvort nauðsynlegt sé að landfylla? Fyrir utan að  fá lóð sem er 3,4 hektarar megi fyrirtækið Björgun fá að ,,landfylla" 4,1 hektara. Þetta er yfir 20% stærra svæði en lóðin er.