Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, vegna landfyllinga í Álfsnesi, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 98
24. mars, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Í fréttum þann 1. mars kom fram að til viðbótar lóð þeirri sem fyrirtækið Björgun hefur fengið úthlutað megi fyrirtækið bæta við stóru landfylltu svæði. Fulltrúi Flokks fólksins minnist þess ekki að fyrirhuguð landfylling hafi verið til umræðu á fyrri stigum. Þar var oft rætt um áhrif á fornminjar og fleiri mikilvæg atriði. En nú hefur það komið fram í fréttum að fyrir utan að fá lóð sem er 3,4 hektarar megi fyrirtækið Björgun fá að ,,landfylla" 4,1 hektara. Þetta er yfir 20% stærra svæði en lóðin er. Fyrirspurn Flokks fólksins eru eftirfarandi: Hvenær var þessi ákvörðun tekin?. Var þetta í smáa letrinu? Við Þerneyjarsund eru nú ósnortnar fjörur. Þerneyjarsund er einnig sögufrægt svæði engu síður en fornminjarnar. Á Álfsnesi er nú lítil byggð. Fulltrúi Flokks fólksins spyr: Hvers vegna þarf að eyðileggja fjörur til að búa til athafnasvæði?
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.