Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins óskar að spyrja af hverju gildar aðrar reglur í skipulags- og samgönguráði um bókanir en í öðrum ráðum? Fulltrúa Flokks fólksins hefur verið meina að bóka undir lið 22 um aðalskipulag Reykjavíkur. Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri undir þessum lið að ákvörðun Skipulagsstofnunar er að ekki skuli eiga að gera nýtt umhverfismat vegna 3. kafla Arnarnesvegar er háalvarlegt mál. Fyrra umhverfismat er frá 2003. Við blasir að sprengja á fyrir hraðbraut sem skera mun Vatnsendahvarf í tvennt og liggja alveg upp við leiksvæði barna, skíðabrekkuna í Jafnaseli og fyrirhugaðan Vetrargarð. Rökin eru veik, meira einhverjir spádómar um að breytt áform fælu í sér umfangsminni umferðarmannvirki og minna rask en þau áform sem áður voru uppi og ekki yrði aukið ónæði í Fellahverfi og að engin áhrif yrðu á hljóðvist í Seljahverfi og Kórahverfi. Þetta er rangt. Byggðin og umferð hefur margfaldast frá árinu 2003. Meirihlutinn, að Viðreisn undanskilinni, tóku undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um nýtt umhverfismat sem gagnrýnir skort á upplýsingum til að hægt sé að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdarinnar. Vinir Vatnsendahvarfs hafa sagst munu kæra málið.