Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar hefur í samstarfi við skrifstofu framkvæmda og viðhalds, Faxaflóahafnir og Vegagerðina unnið hönnun breytinga á Sægörðum við Vatnagarða og Sæbraut. Óskað er heimildir fyrir áframhaldandi hönnun og gerð útboðsgagna svæðið í samræmi við meðfylgjandi mynd með það að markmiði að bjóða út framkvæmdir vorið 2021. Tillagan gerir ráð fyrir að hægribeygjuakrein frá Sægörðum á gatnamótum við Sæbraut sé lengd til að draga úr uppsöfnun ökutækja inn í gatnamótin við Vatnagarða. Að gönguleiðir séu bættar og að miðeyjur séu gerðar á Vatnagörðum beggja vegna gatnamótanna við Sægarða til að draga úr umfangi gatnamótanna og bæta öryggi gangandi vegfarenda þegar farið er götuna.