Mikil umræða hefur átt sér stað upp á síðkastið um áhrif spilafíknar í tengslum við spilakassa þar sem það hefur komið í ljós að lítill hópur landsmanna spilar í spilakössum að staðaldri. Í Aðalskipulagi er fjallað um rekstur spilasala og spilakassa og því er spurt hvaða áhrif Reykjavíkurborg getur haft á starfsemi og leyfisveitingu spilakassa? Gæti borgin orðið spilakassalaus?