Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að: 1. Eftirtaldar gönguþveranir verði merktar sem gangbrautir. a. Yfir Meistaravelli austan húss nr. 19-23. b. Yfir Hofsvallagötu vestan Ásvallagötu. c. Yfir Bríetartún austan Þórunnartúns. d. Yfir Nóatún sunnan Sóltúns. e. Yfir Engjaveg móts við hús nr. 6. f. Yfir Skeiðarvog og húsagötu samsíða götunni, móts við hús nr. 97-107. g. Yfir Háaleitisbraut sunnan Hvassaleitis. h. Yfir Fjallkonuveg norðan Reykjafoldar. i. Yfir Fjallkonuveg miðja vegu milli Reykjafoldar og Logafoldar. j. Yfir Borgaveg austan Strandvegar. k. Yfir Borgaveg vestan biðstöðvar strætó í Spöng. l. Yfir Borgaveg austan biðstöðvar strætó í Spöng. m. Yfir Korpúlfsstaðaveg við biðstöð strætó milli Bakkastaða og Brúnastaða. 2. Bílastæði norðan Bríetartúns austan Þórunnartúns verði fyrir hreyfihamlaða. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.