Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Sjómannaskólareitinn, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2021.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Svar

Óskað var eftir upplýsingum um gögn sem lofað var að leggja fram á samráðsfundum varðandi breytingar á Sjómannaskólareitnum en eftir því sem næst er komist hefur það ekki verið gert þrátt fyrir að íbúar hafa sent bréf til borgaryfirvalda og margítrekað að fá þessi gögn.Nú segir í svari frá skipulagsyfirvöldum að öll gögn sem lögð voru fyrir skipulags- og samgönguráð í undirbúningi og á skipulagstíma verkefnisins voru opinber og afhent hverjum þeim sem þess óskaði. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að einmitt svona  orð gegn orði, orð borgarbúa gegn orðum skipulagsyfirvalda  sé ekki óalgengt þegar um skipulags- og samgöngumál er að ræða.  Fulltrúi Flokks fólksins vonar vissulega að allir hafi sömu upplýsingar. Málefni Sjómannaskólareitsins hefur verið erfitt. Svæði hefur tilfinningagildi fyrir marga og mikilvægt að fullkomið gegnsæi gildi í þessu máli eins og öllum öðrum.