Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 100
14. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 16. desember 2020 lagði ég fram eftirfarandi fyrirspurn: "Hvað hafa göturnar í Reykjavík verið þrifnar/þvegnar oft á árinu 2020 tæmandi talið eftir hverfum? "Tími til svars er löngu liðinn og óskað er eftir að fyrirspurninni verði svarað á næsta fundi skipulags- og samgönguráðs. Hvers vegna hefur fyrirspurninni ekki verið svarað? 
Svar

Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu, dags. 9. apríl 2021 vegna fyrirspurnar US200459

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Ef þetta svar er rétt er augljóst að gera þarf stórátak í götuþrifum í Reykjavík. Þær borgir sem meirihlutinn ber sig sífellt saman við í umferðarmálum þrífa, þvo og sópa göturnar a.m.k. einu sinni í mánuði. Reykjavíkurborg er drulluskítug og okkur öllum sem byggjum þetta land til skammar. Ábyrgðin er borgarstjóra.