Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar, dags. 16. júní 2021.
Svar
Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Tillaga um gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn. Ekki er talin þörf á gangbraut á þessum stað að mati skrifstofu samgöngustjóra. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á að á þessum stað er engin göngutenging og hlýtur það að stangast á við öryggisstaðla. Í svari er nokkur mótsögn, annars vegar að það komi til greina að merkja gangbraut nærri biðstöð Strætó en hins vegar að samkvæmt forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða, þá verði það hvorki gert á þessum stað eða þetta ár. Hver ræður þessu í raun og veru? Er ekki rétt að hlusta á það sem fólk segir, vegfarendur sem telja öryggi ábótavant við biðstöð Strætó á þessum stað?
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
Tillagan um gangbraut er góð en með vísan í umsögn samgöngustjóra er ekki hægt að samþykkja hana og forgangsraða þannig aðgerðum á þessum stað fram yfir aðrar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. Eðlilegt er að skoða gangbraut við Freyjubrunn/Lofnarbrunn í forgangsröðun næstu ára.