Lækjartorg, samkeppni
Lækjartorg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 100
14. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynning á undirbúningi samkeppni um endurbætur á  Lækjartorg og nágrenni.
Gestir
Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Kynnt var á fundinum undirbúningur samkeppni um endurbætur á Lækjartorg og nágrenni ásamt framvindu hönnunar endurbóta á göngugötunni Laugavegi. Nær svæðið frá Þingholtsstræti niður Bankastræti yfir Lækjartorg og inn Austurstræti að Veltusundi. Borgarfulltrúi Miðflokksins spurði hvers vegna Lækjargatan væri ekki tekin í sömu umferð því hún er svo sannarlega óprýði fyrir borgina eins og hún er núna. Svörin sem fengust voru þau að „hönnunarteymi borgarlínu“ væri með Lækjargötuna. Enn eru málin flækt og báknið er löngu vaxið Reykvíkingum yfir höfuð. Ítrekað var spurt hvað heildarkostnaður yrði fyrir verkið allt en engin svör fengust. Hér er því verið að fara af stað með enn einn óútfyllta tékkann á kostnað útsvarsgreiðenda í Reykjavík.
  • Flokkur fólksins
    Kynning er á undirbúningi samkeppni um endurbætur á Lækjartorgi og farið yfir skilyrðin. Í þessari kynningu kjarnast kannski óánægja sem var í kringum lokun gatna á Laugaveg og Skólavörðustíg sem varð til þess að svæðið er mannlaust og rými auð. Fram kemur þegar spurt er um hvort ekki eiga að bjóða notendum og rekstraraðilum í stýrihópinn að fyrst skuli tekin ákvörðun og síðan er rætt við notendur og rekstraraðila. Þetta er það samráð sem boðið er upp á, sem er auðvitað ekki samráð heldur er fyrst tekin ákvörðun og síðan er sú ákvörðun kynnt borgarbúum og hagaðilum. Þetta heitir að tilkynna ákvörðun sem valdhafar hafa tekið en ekki  verið sé að hafa „samráð“. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem skipulagsyfirvöld læri ekki af reynslu, læri ekki af mistökum sínum. Öll þessi leiðindi í kringum Laugaveginn sem fræg eru orðin geta því auðveldlega endurtekið sig. Fólki, notendum og hagaðilum finnst sífellt valtað yfir sig þar sem þeir fái aldrei hafa neitt um aðalatriðin að segja. Þau fá að segja til um litlu hlutina, hvar ruslatunna á að vera, bekkur og blóm? Þessi litlu atriði eru kannski þau sem skipulagsyfirvöld eiga að ákveða en notendur sjálfir eiga að ráða stóru myndinni ef allt væri eðlilegt.
101 Reykjavík
Landnúmer: 100843 → skrá.is
Hnitnúmer: 10114413