Fyrirspurn
Tillaga Flokks fólksins er að hraða ferlum til að stytta tímann milli þess sem sótt er um lóð/byggingarleyfi og þar til hægt er að nota eignina. Tíminn sem tekur frá því að byrjað er að byggja og geta selt er of langur tími að mati margra sem eru að byggja og gildir það bæði um einstaklinga og fyrirtæki. Leggja þarf áherslu á að hraða þeim verkferlum sem stuðst er við, við skipulag og úthlutun byggingarleyfa. Stefna borgarinnar þarf að vera skýr og skilmálar verða að vera vel kynntir þannig að óvissuþættir séu ekki að þvælast fyrir. Það flækjustig sem nú ríkir og langar og flóknar boðleiðir eru mikil hindrun í framgangi og þróun á húsnæðismarkaði.