Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að fjölga lóðum til einstaklinga og byggingarverktaka
Síðast Frestað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 100
14. apríl, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fjölga lóðum til einstaklinga og byggingarverktaka fyrir allar tegundir eigna þ.m.t. sérbýliseigna til að hægt sé að viðhaldi eðlilegum húsnæðismarkaði. Erfiðleikar með að fá byggingarlóð í Reykjavík hefur verið mein í borgarkerfinu svo lengi sem elstu menn muna. Þess utan er mikill seinagangur í afgreiðsluferlinu öllu og líður allt of langur tími frá umsókn þar til eign kemst í notkun. Undanfarið hefur verið lögð áhersla á þéttingu byggðar, en það veldur því að lítið framboð er á rað- og einbýlishúsum. Nú er svo komið að barist er um slíkar eignir. Þetta skapar ójafnvægi á húsnæðismarkaðinum. Í ljósi þess að eftirspurn eftir rað- og sérbýlislóðum er nú í sögulegu hámarki þarf að auka sveigjanleika byggðastefnunnar. Um  30% fasteignakaupenda eru fyrstu kaupendur. Í sölu eru um 200 eignir en þær þyrftu að vera um allt að 900 ef hægt ætti að vera að viðhalda eðlilegu flæði. Sú þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár er slæm. Mæta þarf  ólíkum þörfum í þessum málum sem öðrum.
Svar

Frestað.