Erindi íbúaráðs Laugardals,við World Class Laugum vegna bílastæða austan göngustígs
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 101
28. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi bókun af fundi íbúaráðs Laugardals þann 12. apríl 2021:
Svar

Íbúaráð Laugardals samþykkir að beina því til Skipulags- og samgönguráðs að loka bílastæðum austan göngustígs við World Class Laugar. Göngustígurinn er mikið notaður af íbúum hverfisins ásamt því að vera helsta gönguleið fjölda barna í hverfinu í íþróttir. Nokkur óhöpp hafa verið skráð þar sem ekið er á börn og í ljósi þess hve mörg bílastæði eru á svæðinu telur ráðið það óþarfa áhættu að leyfa akstur almennrar umferðar yfir stíginn. Jafnframt bendir ráðið á þann möguleika að gera þarna Torg í biðstöðu í sumar sem tengt væri útivist og hreyfingu.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Tekið er jákvætt í bókun íbúaráðs Laugardals. Æskilegt er að skoða að stæðin næst inngangi líkamsræktarstöðvarinnar verði aflögð sem almenn stæði en þjóni áfram neyðarakstri og handhöfum P-korta.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Rétt er að vinna að hugmyndum að mögulegum úrbótum á gönguleiðum í góðu samráði við rekstraraðila.
  • Flokkur fólksins
    Lögð er fram bókun íbúaráðs Laugardals sem beinir því til skipulags- og samgönguráðs að loka bílastæðum austan göngustígs við World Class Laugar. Þetta er hið besta mál að mati fulltrúa Flokks fólksins og mikið öryggisatriði. Þarna er alls konar óþarfa umferð eftir því sem íbúar segja. Fólk er að koma í  ræktina, sumir aka upp að dyrum, á mis miklum hraða. Fulltrúi Flokks fólksins styður þetta.