Íbúaráð Laugardals samþykkir að beina því til Skipulags- og samgönguráðs að loka bílastæðum austan göngustígs við World Class Laugar. Göngustígurinn er mikið notaður af íbúum hverfisins ásamt því að vera helsta gönguleið fjölda barna í hverfinu í íþróttir. Nokkur óhöpp hafa verið skráð þar sem ekið er á börn og í ljósi þess hve mörg bílastæði eru á svæðinu telur ráðið það óþarfa áhættu að leyfa akstur almennrar umferðar yfir stíginn. Jafnframt bendir ráðið á þann möguleika að gera þarna Torg í biðstöðu í sumar sem tengt væri útivist og hreyfingu.