Breytt akstursfyrirkomulag í Reykjavík, tillaga - USK2021020121
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 101
28. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 23. apríl 2021 þar sem lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi:
Svar

- Að svæði innan reits sem afmarkast af Laugavegi, Katrínartúni, Bríetartúni og   Rauðarárstíg (Skúlagarður) verði vistgötusvæði.- Að Lágholtsvegur verði vistgata.- Að Drafnarstígur frá Öldugötu verði vistgata.- Að botnlangarnir Þverás 1-7 og 9-15 verði vistgötur.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Við fögnum nýjum vistgötum á fjórum stöðum í Reykjavík.
  • Flokkur fólksins
    Tekið er undir að sumar götur er til þess fallnar að vera svokallaðar vistgötur ekki síst vegna þess að þær eru þröngar. Einnig er möguleiki á að gera þröngar götur að einstefnugötu. Erfiðustu götur borgarinnar eru  tvíakstursgötur þar sem bílar geta ekki mæst. Nefna má Bjarkargötu sem er tvíakstursgötur þar sem útilokað er fyrir bíla að mætast.  Ef talað er um hlýlegar götur þarf að huga að fleiri þáttum. Varla verða hlýlegar vistgötur nálægt Höfðatorgi, nema að dregið verði úr vindstrengjum sem leitt hefur til þess að fólk hafi hreinlega tekist á loft í miklum vindhviðum. Til eru leiðir til að draga úr vindstrengjum frá turnum eins og skipulagsyfirvöldum er án efa kunnug um.