Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 20. apríl 2021 þar sem óskað er heimildar skipulags- og samgönguráðs fyrir áframhaldandi undirbúning, verkhönnun og gerð
útboðsgagna fyrir lagfæringar á eftirfarandi strætóstöðvum:
- Skeljanes (nr. 90000200)
- Laugarnesvegur v. Kirkjusand (nr. 90000184)
- Flókagata v. Kjarvalsstaði (nr. 90000263)
- Borgartún v. Nóatún (nr. 90000780)
- Rangársel (nr. 90000071)
- Rangársel (nr. 90000072)
- Jaðarsel v. Holtasel (nr. 90000428)
- Jaðarsel v. Holtasel (nr. 90000513)
- Selásbraut v. Næfurás (nr. 90000404)
- Selásbraut v. Næfurás (nr. 90000412)
- Krókháls v. Öskju (nr. 90000842)
- Strandvegur v. Rimaflöt (nr. 90000463)
- Biskupsgata (nr. 90000527)
- Lambhagavegur v. Mímisbrunn (nr. 90000763)
- Fellsvegur (nr. 90000650)
- Fellsvegur (nr. 90000657)
- Mímisbrunnur v. Úlfarsbraut (nr. 90000753)
- Mímisbrunnur v. Úlfarsbraut (nr. 90000779)
Í flestum tilfellum er um að ræða endurnýjun á kantsteini þannig að hann sé í réttri hæð, yfirborði við biðstöð og gerð leiðar- og varúðarlína. Á einum stað, Flókagötu, er gert ráð fyrir að fjarlægð verði 2 bílastæði.