Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um leiksvæði
Síðast Frestað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 101
28. apríl, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur það til við skipulagsyfirvöld að huga sérstaklega að leiksvæðum barna þegar verið er að þétta byggð. Þéttingarstefna meirihlutans í borgarstjórn tekur of mikinn toll bæði á græn svæði og leiksvæði barna. Í fyrsta sinn í sögu Reykjavíkur mótmæla börn  með skipulögðum hætti. Þéttingarstefnan virðist engu eira því byggja skal á hvern blett, stóran og smáan í þeirri von að borgarlína nýtist. Fólk á vissum svæðum í Reykjavík mun reyndar ekki eiga annan valkost en að nota almenningssamgöngur eða hjól þar sem að við íbúðabyggð á vissum stöðum í Reykjavík verða fá bílastæði. Börn hafa mótmælt þéttingu byggðar við Vatnshóllinn í nágrenni Sjómannaskólans, vinsælt leiksvæði barna. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að Reykjavík er líka borga barnanna sem þar búa. Í allri þessari þéttingu má ætla að skólar þurfi ýmist að stækka eða byggja verði nýja. Varla verða eftir reitir fyrir slíkar framkvæmdir ef heldur sem horfir.
Svar

Frestað.