Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um samráð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 104
12. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks leggur til og hvetur skipulagsyfirvöld að hlusta á íbúa við  Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni. Hér er um samstíga ákall íbúa sem benda á atriði um öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eiga að hlusta á sjónarmið fólksins og breyta samkvæmt þeim. Enginn veit betur um hættur  í hverfum en íbúarnir sjálfir. Í þessu tilfelli er mikil samstaða meðal íbúa í málinu og hafa fulltrúar þinglýstra eigenda allra íbúðarhúsa við Brekkugerði sett nafn sitt við bréf til skipulagsyfirvalda þar sem sem að sú fyrirætlan sem er á borðinu er ekki talin leysa málið. Einnig er því mótmælt af íbúum að verið sé að útfæra tillögu sem er í fullkominni mótsögn við stefnu borgarinnar um vistvæna ferðamáta með nýjum bílastæðum.
Svar

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Píratar, Viðreisn
    Nýtt deiliskipulag fyrir Hvassaleitisskóla var samþykkt fyrr á fundinum. Því er eðlilegast að fella umrædda tillögu. Deiliskipulagið byggir á hugmyndum innan úr skólasamfélaginu. Hugmyndir um heildarfækkun stæða í hverfinu eru athyglisverðar en mögulegt er að skoða þær í framtíðinni, til dæmis í tengslum við gerð nýs hverfisskipulags.
  • Flokkur fólksins
    Tillögu Flokks fólksins um að skipulagsyfirvöld hlusti á íbúa við  Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni hefur verið felld með þeim rökum vegna þess að skipulagsyfirvöld hafa nú þegar afgreitt málið. Það væri þessum meirihluta að meinalausu að hlusta nú á samstíga ákall íbúa sem benda á atriði um öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eru í þjónustu borgarbúa en ekki öfugt. Skipulagsmál er ekki einkamál fárra aðila í meirihluta borgarstjórnar eða embættismanna. Enginn veit betur um hættur  í hverfum en íbúarnir sjálfir.