Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um samráð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 101
28. apríl, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til og hvetur skipulagsyfirvöld að hlusta á íbúa við  Brekkugerði og Stóragerði vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hvassaleiti og nágrenni. Hér er um samstíga ákall íbúa sem benda á atriði um öryggi barna þeirra. Skipulagsyfirvöld eiga að hlusta á sjónarmið fólksins og breyta samkvæmt þeim. Enginn veit betur um hættur  í hverfum en íbúarnir sjálfir. Í þessu tilfelli er mikil samstaða meðal íbúa í málinu og hafa fulltrúar þinglýstra eigenda allra íbúðarhúsa við Brekkugerði sett nafn sitt við bréf til skipulagsyfirvalda þar sem að sú fyrirætlan sem er á borðinu er ekki talin leysa málið. Einnig er því mótmælt af íbúum að verið sé að útfæra tillögu sem er í fullkominni mótsögn við stefnu borgarinnar um vistvæna ferðamáta með nýjum bílastæðum.
Svar

Frestað.