Framtíð kænustarfs Siglingafélags Reykjavíkur - Brokeyjar í Nauthólsvík, framtíðarsýn og siglingaraðstaða
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 104
12. maí, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Brokey, siglingafélags Reykjavíkur dags. 16. apríl 2021 þar sem óskað er eftir leiðbeiningu  varðandi framtíðarsýn um sigluingaraðstöðu kænustarfs Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar í Nauthólsvík. Einnig er lagt fram minnisblað Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. janúar 2021 og kort af skólpdælustöðum í Reykjavík.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lagt er fram bréf Brokey, siglingafélags Reykjavíkur þar sem óskað er eftir leiðbeiningu varðandi framtíðasýn um siglingaaðstöðu. Í  umsögn Heilbrigðiseftirlitsins er mælt gegn því að siglingaaðstaða verði við Nauthólsvík. Ásamt því að þarna á einnig að ganga á náttúrulega fjöru. Það væri best ef hægt væri að finna aðstöðunni hentugri stað þar sem ekki er gengið svo mikið á náttúru. Nú er þetta í Nauthólsvík og vissulega er þetta gott siglingasvæði. En vegna ábendinga frá Heilbrigðiseftirliti þarf að halda áfram að finna þessari starfsemi annað svæði í góðu samráði og samvinnu við Brokey enda afar mikilvæg íþrótt.