Lagt er til að skólagarðar Reykjavíkur verði endurvaktir með það meginhlutverk í huga að kynna börnum og unglingum garðyrkju og þá sjálfbærni sem felst í því að rækta sitt eigið grænmeti og njóta uppskerunnar. Lagt er til að starfsemin verði fjölbreyttari en áður var og skólaeldhúsin nýtt til kennslu við matreiðslu og meðhöndlun grænmetis.