Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Húsverndunarsjóður Reykjavíkur, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 104
12. maí, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Húsverndunarsjóður Reykjavíkur. Þetta ár bárust 39 umsóknir og engin frá úthverfum, flestar í miðbæ og vesturbæ enda þar flest gömul hús, friðuð hús. Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja fram fyrirspurn um hvort ekki væri rétt að skoða að tengja hverfisvernd Húsverndunarsjóði? Nú eru mörg úthverfi að komast á það stig að þau spegla tíðaranda þess tíma þegar þau voru byggð. Það ber að varðveita. Nú söknum við t.d bensínstöðva,-Nesti- sem aldrei urðu 100 ára. Með því að tengja hugmyndina um hverfisvernd við húsverndun (Húsverndunarsjóðs) opnast möguleikar á að vernda ákveðin stíl eða tíðaranda þess tíma þegar hverfið var byggt.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Komur og brottfarir
  • - Kl. 10:45 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum
  • - Kl. 10:45 víkur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir af fundinum.