Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Svar hefur borist við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort ekki sé rétt að tengja hverfisvernd Húsverndarsjóði en með því myndi opnast möguleikar á að vernda ákveðin stíl eða tíðaranda þess tíma þegar hverfið er byggt.
Fram kemur í umsögn að hverfisvernd sem slík sé ekki hlut að stefnu Húsverndarsjóðar en áhersla er lögð á styrkveitingar til framkvæmda sem miða að því að færa ytra byrði húsa til upprunalegs horfs. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þótt þessi tenging hugnist ekki skipulagsyfirvöldum mætti engu að síður halda hugmyndinni enn á lofti og vinna áfram með hana.