Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2021.
Svar
Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:
Komur og brottfarir
- Kl. 11:45 víkur Katrín Atladóttir af fundi.
- Kl. 11:46 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum.
Bókanir og gagnbókanir
Sjálfstæðisflokkur
Um kílómetra löng ströndin vestast í Vesturbænum á einstökum stað nýtist lítið vegna skorts á aðgengi. Útsýni við hafið er einstakt í borginni og mun staðurinn verða nýr áningarstaður til að njóta útivistar. Það er jákvætt að hér sé tekið vel í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins með örlitlum breytingum.
Flokkur fólksins
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar og styður þessa tillögu um að bæta aðgengi fólks að vesturströndinni i Vesturbæ við Ánanaust enda hefur fulltrúi Flokks fólksins marg oft bent á að náttúrulegar fjörur eru gott útivistarsvæði, en því miður er stöðugt gengið á þær. Þar sem möguleiki er á að nýta þær til útivistar á aðgengi að vera gott. Þannig er það í þessu tilfelli. Gert er ráð fyrir áningarstað fyrir ofan garðinn við Eiðsgranda en aðgengi að ströndinni verður mjög takmarkað. Á bak við sjóvarnargarðinn leynist nærri kílómetra löng falleg strönd með einstöku útsýni eins og kemur fram í tillögunni. Bæta þarf aðgengi til að fólk geti notið þessa fallega útivistarstaðar.