Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hljóðvist, umsögn - USK2021060001
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 108
23. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunnar, dags. 16. júní 2021.
Svar

Lagt fram. 

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lagður er fram listi yfir styrkveitingar til að bæta hljóðvist með glerskiptum. Fulltrúi Flokks fólksins er ekki viss um að fólk sem býr við hávaða vegna umferðar á götu sem það býr við viti almennt um að samfélagið tekur þátt í kostnaði við að bæta hljóðvist. Að búa í gömlum grónum hverfum hefur bæði galla og kosti. Þeir sem kaupa gömul hús vita að þau eru ekki eins vel einangruð og ný hús. Augljóst er hvaða hús eru við umferðargötur. Ekkert á að koma á óvart. Í hverfum í uppbyggingu er hins vegar erfiðara að sjá allt fyrir. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að styrkur sem þessi renni til margra en ekki  fárra þótt um lægri upphæðir verði þá að ræða. Það er auk þess mat fulltrúa Flokks fólksins að svona styrki eigi að tekjutengja. Þeir sem hafa efni á glerskiptum eiga að fjármagna það sjálfir en hjálpa á frekar hinum efnaminni sem hafa engin önnur ráð en að leita eftir styrkjum með vandamál af þessu tagi. Miðað við  65 desíbela jafngildishávaðastig yfir sólarhringinn má búast við að við fjölda húsa víðsvegar í borginni sé hávaði.