Hversu margir hafa sótt um og hversu margir hafa fengið styrk til glerskipta í eigin húsnæði til að bæta hljóðvist á ári hverju frá árinu 2014? Hversu mikið hefur verið greitt í styrki til glerskipta á ári hverju frá árinu 2014? Hvernig dreifast umsóknir og styrkveitingar vegna glerskipta á götur? Hver er hæsta fjárhæð vegna styrks sem hefur verið veittur vegna glerskipta og hvert er meðaltal fjárhæða styrkja? Hver er kostnaður Reykjavíkur á ári hverju frá árinu 2014 við að meta hvort umsækjendur uppfylla kröfur til styrkveitingar og við að meta hljóðstyrk og veita ráðgjöf vegna hljóðvistar? Er eitthvað sem kemur í veg fyrir það að sami einstaklingur hljóti fjölda styrkja vegna þess að viðkomandi á fleiri en eina íbúð? Er skilyrði að einstaklingur búi í því húsi þar sem sótt er um styrk? Er eitthvað horft til efnahagsstöðu umsækjanda við mat á styrkhæfni hans?
Svar
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.