Lagt er til að eigendum hjólhýsa og fellivagna verði veitt heimild að leggja og geyma þau/þá á stæðum og grænum svæðum við heimili sín gegn vægu gjaldi yfir sumartímann.
Svar
Tillögunni fylgir greinargerð.
Bókanir og gagnbókanir
Miðflokkur
Meirihlutinn felldi tillögu mína um eigendum hjólhýsa og fellivagna yrði veitt heimild að leggja og geyma þau/þá á stæðum og grænum svæðum við heimili sín gegn vægu gjaldi yfir sumartímann. Hjólhýsa og fellivagna eign er mikil á Íslandi sem segir okkur að mikill vilji er til að ferðast innanlands. Það er mjög jákvætt fyrir ferðaþjónustuna og efnahag landsins. Þar sem þéttbýlast er í Reykjavík er ekki pláss fyrir að geyma hýsin og vagnana fyrir utan heimili fólks. Mikil verðmæti eru í þessum gistirýmum á hjólum og afleitt að hafa þau fjarri heimili vegna m.a. áhættu á skemmdarverkum. Þessi tillaga hvetur einnig fólk til að ferðast innanlands til að spara kolefnisspor sem stafar af flugferðum. Eins og með aðrar grænar tillögur sem lagaðar eru fram felldi meirihlutinn hana. Það er ekkert grænt við stefnu gráa meirihlutans í borginni.