Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um auglýsingakostnað vegna nagladekkjanotkun, svar - USK202106004
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, fjármálastjóra, dags. 1. júlí 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Rúmlega 24 milljónum hefur verið varið í auglýsingar til að draga úr notkun nagladekkja sl. ár og náði eyðslan hámarki árið 2020 eða tæpum 6 milljónum. Talið er að þessar fjárhæðir séu ekki tæmandi taldar vegna ónógra upplýsinga í fjármálakerfum Reykjavíkur. Það er óskiljanlegt en sýnir glöggt vanvirðingu fyrir útsvarsgreiðslum borgarbúa. Að auki þá hafa tæpar 4 milljónir runnið til Verkfræðistofunnar Eflu í „nagladekkjatalningar“. Það er forkastanlegt hvernig farið er með almannafé Reykvíkinga í svona vitleysu út í loftið án markmiða.
  • Flokkur fólksins
    Það vakti undrun að borgin keypti rándýra þjónustu Eflu til að halda utan um talningu nagladekkja. Verkefni af þessu tagi hefðu starfsmenn skipulagssvið vel geta annast, nóg fer nú samt af fjármagni borgarinnar til ráðgjafafyrirtækja. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort ekki er annars tímabært að kanna af hverju notkun nagladekkja minnkar ekki? Er ekki hluti af ástæðunni að þörf er á þeim?  Í efri byggðum er t.d. ekki snjó rutt af vegum fyrir venjulegan vinnutíma, götur er oft mjög hálar, smávægilegar brekkur verða að vetri til óviðráðanlegar bílum á naglalausum  dekkjum. Spara mætti auglýsingakostnað og nota féið í staðinn  til að sinna vetrarþjónustu betur en nú er gert. Hitt er svo annað mál hvort hægt sé að samþykkja að borgin skuli ráða Eflu í svo einfalt verkefni sem er utanumhald við talningu nagladekkja. Fjárhæðin er trúnaðarmál. Borgaryfirvöld vilja ekki að borgarbúar viti hvað þetta kostar mikið. Fulltrúa Flokks fólksins finnst ekki boðlegt að upplýsingum sé haldið leyndum fyrir borgarbúum í allri umræðu meirihlutans um gegnsæi.