Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kostnað vegna nagladekkjatalningar, svar - USK202106003
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, fjármálastjóra, dags. 1. júlí 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um kostnað vegna nagladekkjatalningar og af hverju rándýr verkfræðistofa væri fengin til að halda utan um slíkt verkefni. Svörin bera það með sér að engin ástæða er til að fá verkfræðistofu til að sjá um talningarnar. Starfsmenn borgarinnar geta auðveldlega séð um þetta og enga  sérfræðimenntun þarf til að telja dekk eða halda utan um slíkt verkefni. Langflestir kunna að telja upp í hundrað og jafnvel upp í þúsund eða meira. Hér er augljóslega verið að sóa féi borgarbúa með óþarfa milliliði. Bent er á að einingarverð verkfræðistofunnar er tæpar 15 þúsund/klst. Hver hálftími sem er skráður á samskipti- sennilega eitt símtal, kostar sitt, eða rúmar  sjö þúsund krónur. Fulltrúi Flokks fólksins spurði um þóknun til Eflu fyrir að telja nagladekk og er svarið trúnaðarmerkt. Af hverju? Engin rök fylgja svo álykta má að sú tala sem birt er þyki skipulagsyfirvöldum þessleg að best er að hún komi ekki fyrir almenningssjónir.
  • Miðflokkur
    Rúmlega 24 milljónum hefur verið varið í auglýsingar til að draga úr notkun nagladekkja sl. ár og náði eyðslan hámarki árið 2020 eða tæpum 6 milljónum. Talið er að þessar fjárhæðir séu ekki tæmandi taldar vegna ónógra upplýsinga í fjármálakerfum Reykjavíkur. Það er óskiljanlegt en sýnir glöggt vanvirðingu fyrir útsvarsgreiðslum borgarbúa. Að auki þá hafa tæpar 4 milljónir runnið til Verkfræðistofunnar Eflu í „nagladekkjatalningar“. Það er forkastanlegt hvernig farið er með almannafé Reykvíkinga í svona vitleysu út í loftið án markmiða.