Lögð fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 27. maí 2021:
Svar
Lagt er til að skipulags- og samgönguráð samþykki að:- Gönguþverun yfir Geirsgötu móts við Reykjastræti verði stjórnað umferðarljósum.
Bókanir og gagnbókanir
Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
Gangbrautarljós yfir Geirsgötu til móts við Reykjastræti bæta öryggi gangandi vegfarenda. Gönguleið milli Hörpuleiðin mill Hörpu og Kvosarinnar verður betri. Við styðjum þessar tillögur.
Sjálfstæðisflokkur
Ljósastýringar við Geirsgötu er í molum og valda miklum óþarfa töfum á umferð. Umferðarljós eru illa stillt og er umferð á rauðu ljósi ítrekað að óþörfu. Mikilvægt er að gera úrbætur í þessum efnum áður en enn einum ljósum verði bætt við með tilheyrandi óþarfa töfum á umferð, mengun, óþægindum og minnkandi öryggi fyrir óvarða vegfarendur.
Miðflokkur
Enn er verið að draga umferðarhraða niður með tilheyrandi mengun. Borgarfulltrúi Miðflokksins vill öryggi fyrir alla, gangandi, hjólandi og akandi. Nú á að stoppa umferð enn frekar á Geirsgötu. Ekki er hugsað um hvaða umferð fer um götuna. Það skal upplýst að um Geirsgötu fer allur olíuflutningur úr birgðastöðinni í Örfirisey. Það er mikið lán að ekki hafi orðið meiriháttar harmleikur á þessari götu sem er mjög þröng. Geirsgatan er tifandi tímasprengja meðan olíuflutningar fara um götuna. Ekki er hugsað um öryggi og rýmingu svæðisins ef alvarlegir atburðir gerast á þessu svæði sem leiða má til olíuflutninga.