Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um skutlu í miðbæinn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 106
2. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skipulagsyfirvöld hlutist til um að Reykjavíkurborg reki skutlu sem aki Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Lækjartorg og upp Hverfisgötu. Spurning er að reyna þetta í tilraunaskyni, tímabundið.  "Skutlan" taki hring um kjarna miðborgarinnar t.d. 4-5 sinnum á klukkutíma eða eftir því sem þörf kallar. Markmiðið er að mæta þeim sem eiga erfitt með gang, eru hreyfihamlaðir eða tímabundnir svo eitthvað sé nefnt nú þegar aðgengi hefur verið takmarkað vegna lokunar gatna. Lokanir gatna fyrir bílaumferð hefur valdið mögum þeim sem eru ekki á hjóli eða eiga erfitt um gang ama. Þetta er ein tillaga sem gæti komið til móts við þá sem treysta sér ekki til að ganga mikið en langar e.t.v. engu að síður að koma inn á þetta svæði, eiga erindi þangað og fara um það á skömmum tíma. Skutlan er einnig tilvalin til að skutla ferðamönnum milli staða í miðbænum.
Svar

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Laugavegurinn er orðin göngugata og við viljum ekki fjölga þeim bílum sem þar aka, stórum sem smáum. Á Hverfisgötu eru þegar frábærar strætótengingar sem þjóna Laugaveginum og munu batna enn frekar með tilkomu Borgarlínu. Tillagan er felld.
  • Flokkur fólksins
    Góð tillaga Flokks fólksins um skutluvagn í miðbæinn hefur verið felld með þeim rökum að ekki megi fjölga bílum á göngugötum og að á Hverfisgötu séu frábærar strætótengingar. Skutla eins og lýst er í tillögunni myndi einmitt geta dregið úr að fólk sem glímir við skerta hreyfifærni finnist það knúið að aka bíl sínum á göngugötur.  Nú er aðgengi að þessu svæði mjög slæmt. Markmiðið með þessari tillögu var að mæta þeim sem eiga erfitt með gang, eru hreyfihamlaðir eða tímabundnir svo eitthvað sé nefnt nú þegar aðgengi hefur verið takmarkað vegna lokunar gatna. Lokanir gatna fyrir bílaumferð hefur valdið mögum þeim sem eru ekki á hjóli eða eiga erfitt um gang ama. Þetta er ein tillaga sem gæti komið til móts við þá sem treysta sér ekki til að ganga mikið en langar e.t.v. engu að síður að koma inn á þetta svæði, eiga erindi þangað og fara um það á skömmum tíma. Skutlan er einnig tilvalin til að skutla ferðamönnum milli staða í miðbænum.