Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi útboð, umsögn - USK2021060062
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 109
30. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra dags. 21. júní 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvort ekki þurfi að vera með virkt endurmenntunarkerfi fyrir helstu stjórnendur borgarinnar  þar sem t.d. nýjar reglugerðir og ný lög eru kynnt svo og fjármálalæsi kennd? Segir í umsögn að slík endurmenntun sé í gangi og að nýgengnir úrskurðir kærunefndar útboðsmála varðandi útboðsskyldu vegna orkukaupa og þjónustusamninga gefi ekki tilefni til viðbragða varðandi stjórnendur af því tagi sem fyrirspurnin lýtur að.  Fulltrúi Flokks fólksins finnst engu að síður sérkennilegt að borgin þurfi ítrekað að greiða sektir í málum af þessu tagi (gölluð útboð) og má því ætla að ekki sé nægilega vel unnið eða eitthvað skorti á þekkingu og reynslu. Hversu flókið er það lögfræðilega að gera útboð rétt úr garði?