Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,um hreinsun veggjakrots, umsögn - USK2021060053
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 106
2. júní, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Skipulagsráð samþykkir að farið verði hið fyrsta í allsherjarátak við að hreinsa veggjakrot í borginni sem hefur stóraukist að undanförnu. Veggjakrotið er ekki eingöngu bundið við borgina heldur er einnig farið að bera á mikilli aukningu þess í úthverfinum. Til að stemma stigu við veggjakrotinu er mikilvægt að leitað verði eftir samstarfi m.a. við íbúaráð, íbúasamtök, þjónustumiðstöðvar, verkbækistöðvar hverfanna, skóla, frístundamiðstöðvar, félagasamtök og rekstraraðila í þeirri viðleitni að draga úr veggjakroti. 
Tillögunni fylgir greinargerð.
Svar

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata að vísa tillögunni til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Veggjakrot er ekki eingöngu bundið við miðborgina heldur er það farið að færast í auknum mæli út í úthverfin líka. Um er að ræða mikil eignaspjöll bæði á eigum í einkaeigu og opinberra aðila með miklum tilkostnaði fyrir þá sem verða fyrir þessum eignaspjöllum. Það er á ábyrgð borgarinnar að stemma stigu við veggjakroti en það getur hún gert með því að fara í allsherjarátak við að uppræta það. Því miður hefur verið lítill vilji til þess hingað til en tillögum okkar sjálfstæðismanna í þeim efnum hefur verið vísað út og suður til svæfingar en á meðan vex vandinn og á endanum lendir kostnaðurinn á þessu eignaspjöllum á skattgreiðendum. Enginn ástæða er til að þessari tillögu sé vísað enn eina ferðina til umsagnar í kerfinu en þar liggja nú þegar fyrir nokkrar umsagnir og minnisblöð um sama efni.