Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu,varðandi skipulagslýsingar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 107
9. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Fram hefur komið að skipulagsyfirvöldum er  ekki skylt að svara ábendingum og athugasemdum sem berast áður en mál er sent í skipulagslýsingu. Hugsunin að baki er  að hafa eigi ábendingar/athugasemdir aðeins  til hliðsjónar. Engin trygging er hins vegar fyrir því að  hvort þær ábendingar eða athugasemdir sem berast í aðdraganda skipulagslýsingar séu hafðar til hliðsjónar eða yfir höfuð meðteknar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að þetta verði endurskoðað og athugasemdum svarað  enda myndi felast í því auknar líkur á að fá ítarlegri upplýsingar sem tvíhliða samskipti leiða af sér. Því víðtækari upplýsingar því meiri líkur á faglegum vinnubrögðum.  Tvíhliða samskipti eru vísari með að skila þekkingu og innsýn í mál . Þegar viðkomandi sendir inn ábendingar en fær engin viðbrögð verða engin  frekari samskipti. 
Svar

Tillagan er felld með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Auglýsingatími er lögformlegt og gríðarlega ítarlegt samráðsferli. Á þeim tíma er kallað eftir athugasemdum og þeim svo svarað.
  • Flokkur fólksins
    Tillögu Flokks fólksins um að endurskoða vinnubrögð í aðdraganda þess að mál eru send í skipulagslýsingar hefur verið felld. Það er miður. Staðan í dag er þannig að skipulagsyfirvöldum er  ekki skylt að svara ábendingum og athugasemdum sem berast áður en mál er sent í skipulagslýsingu. Þessu þarf að breyta enda er það virðing við fólk sem sendir inn ábendingar að þeim sé svarað. Það græða allir á því að eiga samskipti. Athugasemdir frá fólki, á hvað stigi sem málið er, getur aldrei verið annað en gagnlegt. Sá sem hefur haft fyrir því að senda inn ábendingu hefur lagt það á sig að koma hugsun/hugmyndum sínum frá sér til valdhafa og á það skilið að honum sé svarað með einum eða öðrum hætti. Það ætti að vera skipulags- og samgöngusviði að meinalausu að endurskoða þetta verklag enda myndi felast í því auknar líkur á að fá ítarlegri upplýsingar sem tvíhliða samskipti leiða af sér. Því víðtækari upplýsingar því meiri líkur á faglegum vinnubrögðum. Tvíhliða samskipti eru vísari með að skila þekkingu og innsýn í mál . Þegar viðkomandi sendir inn ábendingar en fær engin viðbrögð verða engin  frekari samskipti.