Fyrirspurn
Fram hefur komið að skipulagsyfirvöldum er ekki skylt að svara ábendingum og athugasemdum sem berast áður en mál er sent í skipulagslýsingu. Hugsunin að baki er að hafa eigi ábendingar/athugasemdir aðeins til hliðsjónar. Engin trygging er hins vegar fyrir því að hvort þær ábendingar eða athugasemdir sem berast í aðdraganda skipulagslýsingar séu hafðar til hliðsjónar eða yfir höfuð meðteknar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að þetta verði endurskoðað og athugasemdum svarað enda myndi felast í því auknar líkur á að fá ítarlegri upplýsingar sem tvíhliða samskipti leiða af sér. Því víðtækari upplýsingar því meiri líkur á faglegum vinnubrögðum. Tvíhliða samskipti eru vísari með að skila þekkingu og innsýn í mál. Þegar viðkomandi sendir inn ábendingar en fær engin viðbrögð verða engin frekari samskipti.