Breytt fyrirkomulag umferðar, í tengslum við endurnýjun umferðarljósabúnaðar, tillaga - USK2021050015
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 106
2. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga  umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 27. maí 2021:
Svar

Í tengslum við endurnýjun á umferðarljósabúnaði 2021 er lagt til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi umferðar á tveimur gatnamótum og einni gönguþverun. - Á gatnamótum Háaleitisbrautar og Listabrautar er gert ráð fyrir að önnur akrein af tveimur á Listabraut til vesturs verði afnumin. - Á gatnamótum Stekkjarbakka og Álfabakka er gert ráð fyrir að afnema hægribeygju-framhjáhlaup frá Stekkjarbakka vestur Álfabakka. - Að ljósastýrð gönguþverun yfir Lönguhlíð milli Eskitorgs og Blönduhlíðar verði færð norður fyrir Blönduhlíð.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Bætt öryggi við gangbrautir er löngu tímabært og jákvæð breyting. Þær tilteknu breytingar styðjum við heilshugar. Annars staðar er verið að þrengja að umferð í borginni, en á sama tíma hafa umsamdar úrbætur tafist árum saman. Má nefna gatnamót við Bústaðaveg og Arnarnesveg sem ljúka átti á þessu ári samkvæmt samgöngusáttmála. Þá hefur ekkert gerst í að bæta ljósastýringar í borginni. Það er miður. Það stefnir því að óbreyttu í umferðartafir aukist enn frekar vegna aðgerða og aðgerðaleysis meirihlutans.
  • Miðflokkur
    Forsaga þessa máls er að 14. október 2019 auglýsti Reykjavíkurborg rammasamningsútboð á Evrópska efnahagssvæðinu nr. 14356 auðkennt „Rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa“. Hinn 5. desember 2019 samþykkti innkauparáð Reykjavíkurborgar erindi Umhverfis- og skipulagssviðs um að taka tilboðs í því útboði yrði dregin til baka þar sem ákveðið hefði verið að fella útboðið niður og áformað væri að bjóða verkefnið út að nýju. Þann 18. ágúst 2020 auglýsti Reykjavíkurborg útboð nr. 14943 auðkennt „Endurnýjun MP stýrikassa“ og var útboðið skilyrt því að boðnir stýrikassar skyldu geta „tengst miðlægri stýritölvu umferðarljósa (MSU) sem keypt var án útboðs, ásamt mjög sértækum lausnum sem ljóst var að einungis einn bjóðandi gæti boðið. Útboðið var svo sértækt að það sló út alla aðra en SIEMENS frá Smith og Norland ehf. sem hefur haft einokun á umferðarljósastýringu í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu í tugi ára. Hér er kynnt að búnaður vegna endurnýjunar umferðarljósanna hafi verið keyptur í kjölfar útboðs 14943 árið 2020. Reykjavíkurborg tók tilboði á umferðarbúnaði frá Smith og Norland ehf. upp á 80 milljónir. Nú eru þær komnar í 300 milljónir með aukaverkum!!! Til að bíta höfuðið af skömminni er ferðin notuð til að þrengja að umferð sem er þvert á samgöngusáttmálann.